31/10/2017

Eldhamrar héldu upp á hrekkjavöku í dag og allir komu í búning í tilefni dagsins. Svo heimsóttum við 1. bekk og horfðum á þátt með þeim og fengum litað popp og appelsínugult vatn.

24/10/2017

Við á Eldhömrum erum að vinna þemaverkefni um sjóræningja, krakkarnir eru búnir að föndra sjóræningjaskip sem er komið upp á vegg hjá okkur en þeim fannst alveg vanta net á skipið. Við kíktum því á netaverkstæðið til Palla og Inga Þórs og að sjálfsögðu gátu þeir reddað...

23/10/2017

8.-9.bekkur fór að Laugum í Sælingsdal dagana 16.-20.október í ungmenna- og tómstundabúðir. Nemendur leystu hin ýmsu verkefni þessa daga og höfðu gaman af.
Fleiri myndir úr ferðinni inni á myndasafni.

16/10/2017

4. og 5. bekkur fór í gönguferð í haustblíðunni upp í gil miðvikudaginn 11. október. Fleiri myndir inni á myndasafni.

16/10/2017

Snillismiðja á föstudegi hjá 6. og 7. bekk þar sem unnið var að fjölbreyttum verkefnum. Fleiri myndir inni á myndasafni.

11/10/2017

Í dag fóru allir nemendur Grunnskólans á sal og sungu saman með kennurum Tónlistarskólans. Mikið fjör og gaman. Byrjuðu á að taka HUUU undir trommuleik Baldurs. Fleiri myndir inni á myndasafni.

09/10/2017

4., 5., 6. og 7. bekkur voru saman í snillismiðju síðastliðinn föstudag þar sem unnið var að fjölbreyttum verkefnum. Sett var upp leikrit, spilað, smíðaður bátur, málað, tölvur teknar í sundur, myndbandagerð og spilaður námsleikurinn OSMO í spjaldtölvu. Fleiri myndir i...

09/10/2017

Hringekja í dag (föstudag) með Eldhömrum og 1.bekk. Fleiri myndir inni á myndasafni.

06/10/2017

Á fimmtudögum er margt í boði í list- og verkgreinum. Fleiri myndir inni á myndasafni.

06/10/2017

8.-10.bekkur hefur verið að læra um rafmagn í eðlisfræði. Þar á meðal um straumrásir. Hér eru nemendur að útbúa raðtengdar straumrásir með ljósaperum, vírum, rafhlöðum og straumrofa. Nemendur mældu rafhlöðurnar í upphafi með straummæli og fundu þá út hversu margar rafh...

Please reload

 

 

23. janúar

Starfsdagur

VIÐBURÐIR

VIÐBRÖGÐ VEGNA ÓVEÐURS

ÝMSIR VEFIR

LEIKSKÓLINN

SÓLVELLIR

ÁHUGAVERÐAR SÍÐUR

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564