Skólabókasafn

Fyrir valkvíðna lestrarhesta er núna hægt að snúa lukkuhjólinu og láta það velja fyrir sig næstu bók. Á hjólinu er pláss fyrir 24 bækur sem eiga það allar sameiginlegt að hafa komið út á þessu ári eða rétt fyrir síðustu jól. Þetta borð var sett upp í gær, þriðjudag, og nú, þegar þetta er skrifað, hafa sex bækur þegar verið lánaðar út af þessu borði.