Lög nemendafélags Grunnskóla Grundarfjarðar

 

Lög endurskoðuð og breytingar samþykktar 4. okt. 2010

1.gr.  Félagið heitir NGG (Nemendafélag Grunnskóla Grundarfjarðar)

2.gr.    Aðsetur er Grunnskóli Grundarfjarðar

3.gr.    Hlutverk nemendaráðs NGG er að:

  • Vinna að og skipuleggja félagsstarf í skólanum í samstarfi við skólastjóra.

  •  Vera rödd nemenda í málum tengdum hagsmunum þeirra.

  • Vera jákvæðar og uppbyggilegar fyrirmyndir annarra nemenda. 

  • Virkja sem flesta nemendur til starfa og þátttöku í félagslífi skólans.

  • Stuðla að góðri umgengni, jákvæðum samskiptum og uppbyggilegum lífsháttum.

4.gr. Nemendaráð skal kosið í upphafi skólaárs. Kjósa skal 2 fulltrúa úr 8. bekk, 2 úr  9. bekk og ritara og formann úr 10. bekk.  Nemendaráð skal árlega velja annan fulltrúa af tveimur úr 9.bekk til setu í skólaráði til tveggja ára í senn.

5.gr. Nemendaráð skal funda með skólastjóra a.m.k. tvisvar á skólaári eða eins og þurfa þykir. Valdir fulltrúar nemendaráðs sitja fundi skólaráðs.

6.gr. Félagar skulu að öllu leiti fara að gildandi skólareglum.

7.gr.  Endurskoða skal lög þessi í upphafi hvers skólaárs.

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564