Háskólalestin

06/09/2014

Háskólalestin mætti í Snæfellsbæ föstudaginn 29.ágúst og voru nemendur í 7. – 10.bekk úr Snæfellsbæ og Grundarfirði þátttakendur.

Undanfarin ár hefur Háskólalestin ferðast um landið við miklar vinsældir. Í lestinni er lögð áhersla á lifandi vísindamiðlun til ungs fólks og fjölbreytta dagskrá fyrir alla fjölskylduna.

Háskólalestin heimsækir 5 staði í ár og er Snæfellsnesið einn af þeim.

Nemendur völdu sér námskeið eftir áhugasviði þeirra og fengu 3 mismunandi námskeið þann daginn. Þau námskeið sem boðið var uppá voru: Blaða- og fréttamennska, eðlisfræði, stjörnufræði, japanska, jarðfræði, hugmyndasaga, lego smiðja, íþróttanæringarfræði, og vísindaheimspeki.

Nemendur voru margs vísari og þótti þetta skemmtileg tilbreyting frá hefðbundnum skóladegi.

Að auki var slegið upp litríkri vísindaveislu fyrir heimamenn í Fjölbrautaskóla Snæfellinga á laugardeginum með stjörnuveri, sýnitilraunum, eldorgeli, mælingum og pælingum, að ógleymdu Sprengjugenginu landsfræga.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

October 31, 2019

October 16, 2019

September 30, 2019

September 13, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564