Samvera á sal

03/11/2014

Sú nýbreytni verður í vetur að við ætlum að hafa samveru á sal af og til yfir veturinn. Í dag var fyrsta samveran og sáu nemendur og kennarar í 1. og 4. bekk um að vera með sýningu fyrir samnemendur og starfsfólk skólans.  Nemendur í 1. bekk fóru með hluta af Tölustafavísum Þórarins Eldjárns. Nemendur í 4. bekk settu upp leikþætti sem þeir unnu með kennaranum sínum út frá ART sem er færni í að læra meðal annars félagsfærni og reiðistjórnun ásamt því að dansa einn dans.  Í lok samverunnar dustuðum við af Vinasöng grunnskólans sem var saminn fyrir nokkrum árum síðan af Unni Birnu og Arnhildi sem starfaði hér sem kennari.

 

Nemendur hvort sem það voru þeir sem voru með atriði eða hinir sem horfðu á stóðu sig með mikilli prýði.  Þetta er skemmtileg viðbót við skólastarfið og hlökkum við mikið til næstu samveru sem verður 28. nóvember en þá munu nemendur í 2. og 3. bekk sjá um samveruna.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

December 5, 2019

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564