Nýjar tímasetningar

08/01/2015

Tímasetningar breyttust í skólanum á nýju ári. Skólinn byrjar á sama tíma kl. 8:10 og frímínútur eru kl. 9:30 - 9:50 og kl. 11:10 - 11:25. Hádegisverðarhlé er milli kl. 12:05 - 12:35 og nemendur í 1. - 4. bekk eru búin í skólanum kl. 13:15 alla daga nema föstudaga en þá er engin hádegismatur heldur eru þau búin í skólanum kl. 12:45. Þessar breytingar eru gerðar með hag nemenda í huga.

Nemendur borða núna allir í matsal á efri hæð skólans þar sem nýju felliborðin eru staðsett og eru nemendur ánægðir með þetta nýja fyrirkomulag. Kvenfélagið Gelym mér ei og Lionsklúbbur Grundarfjarðar gáfu skólanum sitt hvort felliborðið og skólinn fjárfesti í tveimur til viðbótar.  Með tilkomu felliborðanna vonumst við til að skólabragur og samskipti styrkist.

Nemendum í 5. - 10. bekk býðst að nýta sér heimanámstíma í skólanum á fimmtudögum kl. 13:55 - 14:23 í stofu N2.

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

October 16, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564