Umferðafræsla Benna Kalla

05/04/2016

 

Þriðjudaginn 5. apríl 2016 fengu nemendur í 9. og 10. bekk Grunnskóla Grundarfjarðar heimsókn frá Benna Kalla. Tilgangur heimsóknarinnar var að fræða nemendur um hætturnar við ofsaakstri. Fræðslan var byggð á eigin reynslu en sjálfur lenti hann í mjög alvarlegu mótorhjólaslysi á Akranesi þegar hann var tvítugur. Hann slasaðist alvarlega í þvi slysi og hlaut mikla fjöláverka sem leiddu svo til þess að hann misst m.a. vinstri fót fyrir neðan hné.

 

Fyrirlesturinn var um 4 kennslustundir og hlustuðu nemendurnir af mikilli athygli allan tímann. Hann talaði mjög opinskátt um slysið, orsök þess og hvaða afleiðingar það hafði í för með sér. Hann talaði um spítalavistina sem var í um 6 mánuði og svo alla endurhæfinguna sem hann í raun mun alltaf þurfa að vinna í. Hann er í dag mjög þakklátur fyrir að hafa lifað slysið af og þakkar fyrir það daglega að ekki hlutu fleiri skaða í þessu slysi.

 

Frásögn Benna Kalla var áhrifamikil,húmorísk, alvarleg og allt þar á milli. Hann náði vel til krakkanna og hélt athygli þeirra allan tímann. Á meðan fyrirlestrinum stóð svöruðu nemendur spurningalista og svo í lokin fengu nemendur að spyrja hann spurninga sem brunnu á þeim auk þess sem þau fengu að skoða gervifótinn, sundblöðkuna, tein sem hann á sem notaður var til að negla bein saman og aðra hluti sem nauðsynlegir eru Benna Kalla í daglegu lífi hans.

Við í Grunnskóla Grundarfjarðar þökkum Benna Kalla fyrir heimsóknina og teljum við það vera mjög mikilvægt fyrir elstu bekki grunnskólans að fá svona fræðslu. Einnig þökkum við Lionsklúbbi Grundarfjarðar  og Soffaníasi Cecilsyni hf. fyrir stuðninginn.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

October 16, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564