Gjöf frá Kvenfélaginu Gleym mér ei

12/10/2016

Kvenfélagið Gleym mér ei afhenti Grunnskóla Grundarfjarðar fimm KitchenAid hrærivélar að gjöf í síðustu viku og á meðfylgjandi mynd má sjá nemendur í öðrum bekk skólans ásamt skólastjórunum þeim Sigurði Gísla og Björgvini. Með þeim á myndinni eru einnig Sigrún heimilisfræðikennari og Mjöll formaður kvenfélagsins og gjaldkerinn Sólrún. Félagskonur í Gleym mér ei vilja við þetta tækifæri þakka Ragnar og Ásgeir ehf. fyrir ómældan stuðning í formi flutnings á þeim fjölmörgu gjöfum sem við höfum verið að gefa í samfélaginu. Ljósmyndarinn Tómas Freyr Kristjánsson fær einnig ástarþakkir fyrir að vera alltaf tilbúinn til að hlaupa í myndatökur.

Við þökkum kærlega fyrir allan þann stuðning og styrki sem við höfum fengið frá þessum ötulu konum í Kvenfélaginu Gleym mér ei í gegnum tíðina en fyrr í vetur fengum við vegleg þríhjól fyrir Eldhamra.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

December 5, 2019

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564