Leiðrétting - Stóra upplestrarkeppnin

10/03/2017

Á hverju skólaári taka nemendur í 7.bekk þátt í Stóru upplestrarkeppninni. Markmið upplestrarkeppninnar í 7. bekk grunnskóla er að vekja athygli og áhuga í skólum á vönduðum upplestri og framburði. Keppnin sjálf er í rauninni aukaatriði og forðast skyldi að einblína á sigur. Mestu skiptir að kennarar nýti þetta tækifæri til að leggja markvissa rækt við einn þátt móðurmálsins með nemendum sínum, vandaðan upplestur og framburð, og fái alla nemendur til að lesa upp, sjálfum sér og öðrum til ánægju. 

 

Miðvikudaginn 08. mars var haldin undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina hjá nemendum í 7.bekk Grunnskóla Grundarfjarðar. Hver nemandi las eina blaðsíðu úr bókinni „Fúsi froskagleypir“, eftir Ole Lund Kirkegaard og eitt ljóð sem nemendur völdu sjálfir. Í dómnefnd sátu Sigríður G. Arnardóttir, formaður skólanefndar, Þórdís Sigurðardóttir, skólabókavörður og Björgvin Sigurbjörnsson, aðstoðarskólastjóri. Nemendur allir stóðu sig með stakri prýði en það voru þær Íris Birta Heiðarsdóttir, Margrét Helga Guðmundsdóttir og Bjargey Jónsdóttir sem þóttu hlutskarpastar og til vara verður Gabríel Ómar Hermarsson. Lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar fer fram í Stykkishólmi, fimmtudaginn 23. mars nk.  Fleiri myndir inni á myndasafni.

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

October 16, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564