Bókasafnið - Viskubrunnur

26/10/2018

 

Það er nóg að gera á bókasafni skólans.  Nú er yfirstandandi lestrarátak þar sem nemendur lesa sígildu bækurnar um Herramennina og Ungfrúrnar. Fyrir hverja lesna bók fá nemendur mynd af einhverjum fljúgandi furðuhlut til að setja á ævintýravegginn góða, sem þennan veturinn skartar himinhvolfinu með tilheyrandi sólum og plánentum.

5. og 6. bekkur undir leiðsögn umsjónarkennarans, Karitasar Eiðsdóttur, ákvað að taka þetta lestrarátak lengra og eru í óða önn að skrifa nýjar herramanna og ungfrúrbækur og það verður aldeilis spennandi að sjá þeirra afrakstur og aldrei að vita nema það leynist framtíðar metsöluhöfundur í þeirra röðum. Það er því von á nýjum myndskreyttum og skemmtilegum bókum eftir grundfirska höfunda á bókasafnið í jólabókaflóðinu þetta árið. Upplestrardagur rithöfundanna verður auglýstur síðar þegar nær dregur jólum.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564