Fjölgreindaleikar

07/03/2019

 

Miðvikudaginn fyrir vetrarfrí voru Fjölgreindaleikarnir haldnir í þriðja sinn hér í skólanum. Þeir eru hugsaðir sem góð og skemmtileg tilbreyting í skólastarfi þar sem nemendur og starfsmenn eiga góðan dag við leik og skemmtun. Þá fá starfsmenn tækifæri til þess að sjá alla nemendur við vinnu og nemendur fá að kynnast og starfa með öllum. Starfsmenn skólans sjá um stöðvavinnu sem þeir hafa útbúið sjálfir út frá hugmyndum sínum og áhuga. Lagt er upp úr því að stöðvarnar séu byggðar út frá kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að það eigi að leyfa öllum að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í. Fjölgreindaleikarnir hjá okkur byggjast ekki á keppni og úrslitum heldur á því að allir nemendur geri sitt besta til að vinna saman sem heild og að hafa gaman af.

Nemendum er raðað í hópa þannig að í hverjum hópi séu nemendur úr öllum árgöngum skólans. Elstu nemendurnir hafa það hlutverk að stýra hópunum og sjá til þess að allir njóti sín. Lagt er upp úr því að nemendur hafi gleði og ánægju í fyrirrúmi.

Í ár voru tólf stöðvar í gangi og fengu nemendur átta mínútur á hverri stöð til að leysa þær þrautir sem í boði voru. Til dæmis leystu nemendur bókmenntagátur, tefldu skák, gerðu jógaæfingar, byggðu turn úr Kaplakubbum, áttu að þekkja fuglahljóð, dönsuðu o.fl.. 

Leikarnir gengu vel fyrir sig og heyra mátti ánægju meðal nemenda og starfsmanna með daginn. Myndir frá deginum má sjá inni á myndaalbúmi á heimasíðu skólans.

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564