Kvenfélagið Gleym mér ei gefur skáksett

07/03/2019

Kvenfélagið Gleym mér ei kom fyrir stuttu í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar og gaf tíu skáksett skólanum til eignar. Skákiðkun hefur færst í aukana í skólanum og hafa nemendur verið duglegir að grípa í skák þegar tími gefst til. Vegna mikils áhuga var útséð að þau sett sem til voru í skólanum dygðu ekki til og þar af leiðandi var þetta kærkomin gjöf. Á myndinni má sjá Einar Þór, starfsmann skólans,  veita gjöfinni viðtöku úr höndum þeirra kvenfélagskvenna; Hrafnhildi Jónu, Helgu Maríu, Dagbjörtu Línu og Bryndísi.

Bestu þakkir til Kvenfélagsins Gleym mér ei.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

December 5, 2019

November 19, 2019

November 15, 2019

October 31, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564