Lestrarátak

12/03/2019

Lestrarátaki Ævars Vísindamanns lauk fyrir skömmu og var þátttaka barnanna afar góð. Ekki er kannski hægt að segja sömu sögu um foreldrana en alls lásu börnin í Grunnskólanum í Grundarfirði 534 bækur en foreldrar lásu sex bækur. Það er því greinilegt að foreldrar þurfa að taka sig á í yndislestrinum. Grunnskólinn hér ákvað að verðlauna einn þátttakanda og gripum við Gunnstein Sigurðusson á göngum skólans og báðum hann að draga verðlaunahafann upp úr kassanum. Sá heppni heitir Ólafur Geir Hlynsson og er í 1. bekk og fékk hann í verðlaun tvær bækur eftir Ævar vísindamann, Búkollu og Börn Loka. Til hamingju Ólafur Geir!

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564