Framhaldsskólakynning

15/03/2019

Fimmtudaginn 14. mars fóru nemendur í 9. og 10. bekk í Reykjavíkurferð. Fyrsta stopp var Árbæjarsafn þar sem nemendur skoðuðu sýningu sem ber heitið Neyzlan. Sýningin Neyzlan varpar ljósi á örar breytingar á neysluháttum á 20. öld. Markmið heimsóknarinnar var að beina sjónum að eigin neyslu, sóun og áhrifum mannsins á umhverfið. Nemendur unnu þar hópverkefni tengt sýningunni. Því næst fóru nemendur í Laugardalshöll á sýninguna Mín framtíð 2019 þar sem allir framhaldsskólar landsins voru með kynningu á sínum skóla og iðnnemar öttu kappi í iðngreinum. Það var gaman að sjá í hópi þeirra sem voru að kynna sitt nám voru fyrrum nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar. Þeir Adam Kári Helgason og Jón Þór Einarsson voru að kynna rafiðn og Þorkell Máni Þorkelsson var að kynna hljóðtækni. Nemendur höfðu gagn og gaman af þessari ferð og voru sjálfum sér og skólanum til sóma. Fleiri myndir inni á myndaalbúmi.

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564