Lestrarátak Ævars vísindamanns.

21/03/2019

Í gær voru dregnir út vinningshafar í síðasta lestrarátaki Ævars vísindamanns. Veittar voru viðurkenningar fyrir hlutfallslega mesta lestur á hverju skólastigi og sömuleiðis þann skóla sem las hlutfallslega mest í heildina: 
Yngsta stig: Álftanesskóli
Miðstig: Árskógarskóli, Dalvíkurbyggð
Efsta stig: Þelamerkurskóli
Yfir öll skólastig: Grunnskóli Drangsness

Allir þessir skólar fá það í verðlaun að vera skrifaðir inn í síðustu bókina í Bernskubrekum Ævars vísindamanns, Óvænt endalok, sem kemur út í júní.

Guðni Th. Jóhannesson og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, drógu eitt foreldri og fimm krakka úr lestrarmiðapottinum fyrr í dag við hátíðlega athöfn í Borgarbókasafni, Grófinni. Hin sex heppnu sem dregin voru verða gerð að persónum í Óvæntum endalokum.

Þá var dreginn út einn nemandi í hverjum skóla sem tók þátt og var það Sævar Hjalti Þorsteinsson, nemandi í 1. bek sem var dreginn úr pottinum fyrir hönd skólans okkar hér í Grundarfirði. Fær hann áritað eintak af bók Ævars þegar hún kemur út. Það má svo sannarlega taka það fram að Sævar Hjalti átti rúmlega helming miðanna sem voru settir í póst héðan frá bókasafninu. Vel gert Sævar Hjalti og innilega til hamingju.

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564