Vel heppnaðir þemadagar og opið hús

12/04/2019

 Nú er vel heppnaðri þemaviku lokið.  Þema vikunnar var list í allri sinni mynd og unnu nemendur mörg fjölbreytt og áhugaverð verkefni. Til dæmis unnu nemendur ruslaskrímsli með því að endurnýta rusl að heiman, teiknuðu sjálfsmyndir, bjuggu til skákborð, unnu að fatahönnun, lærðu förðun á fjölbreyttan hátt,  dönsuðu með Lisbet Rós, sömdu tónverk, tóku þátt í kökuskreytingakeppni, föndruðu páskaskraut og margt fleira. Þá fóru nemendur í öllum árgöngum í heimsókn til nokkurra listamanna bæjarins. Liston, Toggi í Lavalandi og Hrafnhildur í Krums tóku vel á móti nemendum. Við þökkum kærlega fyrir góðar móttökur. Á síðasta degi þemavikunnar héldu nemendur opið hús þar sem þeir sýndu foreldrum sínum og öðrum gestum afrakstur vikunnar. Árshátíð unglingastigs fór svo fram á fimmtudagskvöld. Þema árshátíðarinnar var Hollywood og salurinn skreyttur í samræmi við það. Foreldrar sáu um að elda og framreiða gómsætan mat ofan í nemendur og kennara og nemendur sáu sjálfir um skemmtiatriðin. Kvöldið heppnaðist mjög vel og nemendur fóru sáttir í háttinn.

Fleiri myndir inni á myndaalmbúmi.

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

October 31, 2019

October 16, 2019

September 30, 2019

September 13, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564