Lestrarhvatning á skólabókasafninu

11/09/2019

Nú er allt farið á fullt á skólabókasafninu eftir sumarfrí. Frést hefur af stórhættulegum útlögum, vopnuðum allskyns teiknimyndasögum og álíka ... Við ætlum því að setja upp plaköt til heiðurs þeim með þeirri upphæð sem er sett til höfuðs þeim hverju sinni. Við hverja teiknimyndasögu sem lesin er bætast við 1000 $ við verðlaunaféð. Sá sigrar sem endar uppi sem stórhættulegasti teiknimyndasögu-lestrarhesturinn en úrslit verða tilkynnt 1. des. nk. Vörum okkur á teiknimyndasögufólkinu og munið, til að verjast árás er best að svara í sömu mynt, þ.e með teiknimyndasögum.  Fyrsti útlaginn er kominn á vegginn en það er hún María Ósk en verðlaunaféð hennar stendur núna í 5000 $. Það er til nóg að teiknimyndasögum á skólabókasafninu og einnig í Sögumiðstöðinni hjá Sunnu. Eyðublöðin liggja hjá Lilju á skólabókasafninu sem heldur utan um hvern útlaga fyrir sig og hvað hann er að lesa.  Verum útlagar, lesum teiknimyndasögur.

 

 

Please reload

NÝJAR FRÉTTIR

January 20, 2020

December 20, 2019

December 17, 2019

December 11, 2019

December 9, 2019

Please reload

Archive
Please reload

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564