Grunnskóli Grundarfjarðar
 

Grunnskóli Grundarfjarðar stendur á holtinu efst við Borgarbraut í Grundarfirði en skólahúsnæðið var vígt formlega 6. janúar 1962. Grunnskólinn er heildstæður grunnskóli með bekkjardeildir frá 1. – 10. bekk. Heildarfjöldi nemenda starfsárið 2017 – 2018 eru 86 og starfsfólk 22. Í skólahúsnæðinu er bæði íþróttahús og sundlaug og á neðri hæð skólans er starfræktur Tónlistarskóli Grundarfjarðar og líkamsræktarstöð. Í grunnskólanum er starfræktur heilsdagsskóli eftir að skóla lýkur fyrir nemendur í 1. -3. bekk og hefur hann aðgang að húsnæði skólans eins og þurfa þykir til að skapa fjölbreytileika í leik- og starfi nemenda.

 

Húsnæði skólans skiptist í þrjá hluta, list- og verkgreina hluta, efri og neðri hæð. Á neðri hæð eru nemendur frá 7. - 10. bekk, raungreina- og heimilisfræðistofa, upplýsinga- og bókasafn undir nafninu Viskubrunnur og skrifstofur skólastjórnenda. Á efri hæð eru nemendur í 1. – 6. bekk, námsverið Gjafadalur, matsalur og heilsdagsskóli. Í tengingu á milli svæða er kaffistofa og aðstaða ritara. Undanfarin ár hefur skólinn unnið markvisst að námi við hæfi hvers og eins. Er þeim markmiðum náð með t.d. fjölbreyttum námstækifærum, sveigjanlegum kennsluháttum og fjölbreyttu námsmati. Inn á heimasíðu skólans www.grundo.is má m.a. finna námsáætlanir, skólareglur, eineltisáætlun, mat á skólastarfi, viðbragðsáætlanir, upplýsingar um mötuneyti, skóladagatal, umbótaáætlun og fréttir úr daglegu starfi skólans.

Í apríl 2016 hóf 5 ára deild starfsemi í húsnæði grunnskóls undir nafninu Eldhamrar. Deildarstjóri Eldhamra skipuleggur daglegt starf deildarinnar í samvinnu við stjórnendur grunnskólanna.

 

Skólamerki Grunnskóla Grundarfjarðar var unnið árið 2002 af Björk Harðardóttur, grafískum hönnuði. Merkið er táknrænt og hægt að túlka á ýmsa vegu. Það er m.a. hugsað sem hluti af jarðarkringlunni þ.e. við erum sett í samhengi með stærri heild, það getur táknað leik, þ.e. ef horft er á línurnar sem net. Einnig liggur að baki hugmyndinni sú hugsun að línurnar myndi útbreiddan fagnandi faðm. Allt getur þetta vel tengst skólastarfinu, vinnugleði, víðsýni, leik og einnig að við lítum á okkur sem hluta af stærri heild sem við setjum okkur í samhengi við.

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564