Stoðþjónusta

Samkvæmt lögum er sveitarfélögum skylt að sjá öllum nemendum fyrir viðeigandi kennslu og að allir nemendur eiga rétt á námi við hæfi í grunnskólum. Þó þarf einhver hluti nemenda lengri eða skemmri tíma til þess að ná sömu markmiðum sem koma fram í aðalnámskrár grunnskóla. Í þeim tilfellum þarf að aðlaga námið sérstaklega að þeim nemendum. Mikilvægt er að finna leiðir til að koma til móts við ólíka nemendur og að veita hverjum og einum menntun við getu og hæfi.

 

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga

Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga starfar á ábyrgð félagsmálanefndar Snæfellinga í umboði bæjarstjórnanna á Snæfellsnesi skv. sérstökum samningi.

Skipulagning og framkvæmd þjónustunnar er í höndum starfsfólks FSSF.  Áhersla er lögð á náið og gott samstarf við alla aðila s.s. heilsugæslu, löggæslu, þeirra sem sinna fræðslumálum og íbúana sjálfa sem eiga rétt á að leita aðstoðar.

Grunnskóli Grundarfjarðar nýtur þjónustu FSSF og á vegum hennar kemur kennslu- og námsráðgjafi einu sinni í viku í skólann og sálfræðingur hálfsmánaðarlega.  Jafnframt kemur talmeinafræðingur nokkrum sinnum yfir veturinn.

 

VIÐBURÐIR

© 2014 Grunnskóli Grundarfjaðar

 

350 GRUNDARFJÖRÐUR

GRUNNSKÓLINN GRUNDARFJARÐAR

Borgarbraut 19

Sími - 430 8550

Netfang - grunnskoli(hja)gfb.is


 

TÓNLISTARSKÓLINN - 430 8560

ÍÞRÓTTAHÚS - 430 8564