Í síðustu viku fengu nemendur í 5. bekk þá hugmynd að fara að heimsækja leikskólann í tilefni af degi leikskólans sem er 6.febrúar. Höfðum við samband við leikskólann og voru þau meira en tilbúin til að fá okkur í heimsókn. Krökkunum fannst þetta ótrúlega gaman og vilja þau helst fara í hverri viku. Þau stóðu sig öll ótrúlega vel og voru svo dugleg að leika við litlu krakkana og hjálpa þeim að klæða sig í útifötin. Þetta var mjög skemmtilegt og ætlum við að reyna gera þetta aftur eitthvern tímann.