100 daga hátíð

Í dag hélt 1. bekkur upp á 100 daga hátíð í tilefni þess að í dag er hundraðasti skóladagur þessa skólaárs. 
Þau gerðu sér glaðan dag og fengu að skipuleggja daginn  að mestu sjálf. Þau völdu að hafa dótadag og koma með sparinesti í skólann. 
Við unnum með töluna 100, gerðum kórónu og töldum saman upp á 100.