4. bekkur

Við í 4. bekk erum búin að vera að vinna í Landnámi Íslands síðustu vikur og höfum unnið allskyns verkefni tengt því útfrá áhugasviði barnanna og styrkleikum. Bjuggum til Ísland eins og það á að hafa litið út á landnámsöld, einn nemandi vildi búa sjálfur til Ísland eftir eigin hugmynd, einn bjó til fána einsog hann hélt að fáninn hefði litið út og við lásum bækur um víkinga og landnámið. Núna erum við að vinna í því að búa til okkar eigið víkingaskip. Virkilega skemmtileg vinna með nemendunum! Leyfi myndunum að tala sínu máli en þær eru vistaðar inni á myndir í albúmi ,,4. bekkur Samfélagsfræði".