Árshátíðarmyndband 2021

Árshátíðin gekk ágætlega en hér að neðan er myndband af henni. Sérstakt hrós fá þróttmiklir krakkar sem stóðu vaktina allan miðvikudaginn með glæsibrag. Það mátti heyra saumnál detta þegar skólastjórinn tilkynnti það hátt og snjallt að flytja þyrfti hvert atriði fyrir sig AFTUR.  Smá þreyta var komin í hópinn enda dagurinn orðinn langur. Lundin léttist þó þegar þeir fengu að vita að páskafríið væri hafið eftir það – Skiljum ekki afhverju, eða kannski.    

 

Við viljum þakka foreldrum kærlega fyrir hvað þeir voru boðnir og búnir til að aðstoða okkur á allan hátt. 

Einnig fá sérstakar þakkir nemendurnir Kristján Freyr og Alfreð sem sáu um myndabandsupptökuna.

Máni og Runólfur Andri sáu um hljóðið

Myndbandið má nálgast hér

 

Gleðilega páska