Bókarýni

Andri Jósefsson las bókina Tinna Trítilmús – Vargur í Votadal en sú bók er eftir Aðalstein Stefánsson og er bókin hluti af Ljósaseríunni sem Bókabeitan gefur úr.  Bókin fjallar um hugrökku músina Tinnu sem býr í Heiðmörk og lendir þar ásamt vinum sínum í svakalegum ævintýrum.  

Höfundur: Aðalsteinn Stefánsson 

Umsögn:  Bókin er spennandi en meira kannski fyrir yngri krakka. Hún er þægileg og auðveld að lesa, söguþráðurinn er skemmtilegur og bókin endar vel. Boðskapurinn í bókinni er að allir eiga að hjálpast að. Ég mæli með þessari bók en kannski meira fyrir yngri en 9 ára.  

 

Stjörnugjöf:  ⭐⭐⭐⭐

Andri Jósefsson, 4. Bekk.