Dagur íslenskar tungu

Í tilefni degi íslenskrar tungu unnu nemendur 6. og 7. bekkar ýmis verkefni tengd þeim. Þar var aðalmálið kappsmál keppni þar sem við héldum fjórar umferðir af kappsmáli þar sem nemendur spreyttu sig af okkar útgáfu af vinsælu þáttunum af Rúv. Fyrst voru það liðin Lengra sem voru skipað af Gunnari og Ellen sem kepptu á móti Salsa sem var skipað  af Sævari og Ísabellu. Næst voru það liðin Meistarar sem skipað var af Ara og Telmu á móti Gaurar sem var skipað af Klöru og Berg. Þriðja umferðin var síðan liðin Stjáni stóri sem skipað var af Kristófer og Kristjáni á móti Rósu sem skipað var af Emilíu og Andra. Í fjórðu umferð fengu tveir af fyrri nemendum að spreyta sig aftur, en það var dregið á milli þeirra sem höfðu áhuga. Í þeirri umferð kepptu liðin Haraldur skipað af Ellen og Þórhalli (Halla) og á móti liðinu Gella sem skipað var af Klöru og Gabrielu. Keppnirnar voru mjög spennandi og stóðu nemendur sig rosalega vel. Liðin sem náðu sigri í hverri umferð fengu smá verðlaun en það voru liðin Salsa, Meistarar, Stjáni stóri og Haraldur, en það var mjög jafnt á liðunum. Við unnum einnig verkefni um nýyrði Jónasar Hallgrímssonar, krossglímur úr bókum höfundanna sem við völdum sem voru bæði Bergrún Íris og Bjarni Fritzson. Að lokum var haldin var nýyrðakeppni á öllu miðstiginu þar sem viðurkenning var veitt fyrir bestu nýyrðin yfir 10 mismunandi orð.  
Fleiri myndir inni á myndasíðu.