Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni dagsins komu nemendur úr 4. bekk og lásu fyrir okkur í 1. bekk bókina Ástarsaga úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helgadóttur. Við skiptum bókinni í tvo hluta og þegar við hlustuðum á seinni hlutann fengu nemendur að teikna og lita sitt eigið tröll.
Síðan ætla þau að lesa bókina Handagúndavél og ekkert minna og eru þau mjög spennt að heyra þá sögu líka.