Drengurinn með ljáinn

Titill. Drengurinn með ljáinn 

Höfundur: Ævar Þór Benediktsson  

Umsögn:  Fjallar um strák sem deyr næstum því og fær svona skrýtna hæfileika, getur séð þá sem eru dánir. Bókin er aðeins of hræðileg, draugaleg og eiginlega frekar bók fyrir eldri krakka. Maður getur orðið pínu myrkfælinn við að lesa hana. Hún er samt skemmtileg og spennandi og myndirnar óvenjulegar en samt soldið flottar.  

Stjörnugjöf:   ⭐⭐⭐⭐

Bergur Ingi Þorsteinsson, 4. bekk.