Góða helgi

Þá er þessi vika á enda og hefur allt gengið sinn vanagang eftir jólafrí. Daginn farið að lengja og veðrið verið með besta móti.

Næsta föstudag, þ.e. 22. janúar er starfsdagur hjá Grundarfjarðarbæ og því allar skólastofnanir lokaðar.

Í skólanum er starfandi skólaráð sem hefur það hlutverk að móta starf skólans,  hafa skoðun á skóladagatali og hvaða stefnur skuli teknar inn eða ekki. Einnig vera upplýst af skólastjóra hvaða stefnur við erum að vinna með hverju sinni.

Í því á seturétt fulltrúi úr grendarsamfélaginu og fulltrúa foreldra með áhuga á framþróun á skólamálum í Grundarfirði. Fundir eru tveir á skólavetri.

Við auglýsum eftir fulltrúa sem hefur áhuga á því að starfa með okkur í þessu ráði.

Lestarkeppni milli skóla landsins fer fram á www.samromur.is þar sem keppt verður um fjölda setninga sem nemendur (og foreldrar) lesa inn í Samróm

Forseti Íslands mun setja keppnina formlega af stað í Fellaskóla mánudaginn 18. janúar. Keppnin stendur yfir í viku og lýkur 25. janúar. Samrómur er upplýsingasöfnun fyrir íslenskar setningar til að nota fyrir gervigreind framtíðarinnar.

Keppnin er ekki aðeins fyrir nemendur heldur geta allir í bæjarfélaginu tekið þátt og hjálpað Grunnskóla Grundarfjarðar að vinna þessari keppni.

Haka þarf í að lesturinn sé fyrir Grunnskóla Grundarfjarðar

Það er síðan framlag hópsins sem telur.

 

Verðlaun eru fyrir þann skóla sem les mest.

 

Koma svo – Við ætlum að rústa þessu

 

Góða helgi