Enginn titill

Næstkomandi föstudag 29. ágúst verður Litahlaup Grunnskóla Grundarfjarðar haldið.

Upphitun hefst kl. 11:30 í Þríhyrningnum og endar þar um kl. 13:00.

Að þessu sinni verður tónlist viðburðarins eftir nemendur sjálfa en í vor fóru nemendur í gegnum texta- og taktsmiðju. Sömdu og gáfu út íslensk litalög. Þau eru öll komin inn á Spotify.

Boðið verður uppá drykki og heilsusamlegar veitingar.