Enginn titill

Grunnskóli Grundarfjarðar hefur fengið afhentan Grænfánann en ekki hefur viðrað til að flagga honum til þessa. En honum verður flaggað formlega þegar tækifæri gefst. 
Grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntarverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Skólar á grænni grein vinna að menntun til sjálfbærni og hafa jákvæð áhrif á nærsamfélagið. 
Grænfáninn sjálfur er viðurkenning eða verðlaun til skóla sem vinna að sjálfbærnimenntun á einhvern hátt.

Viljum minna á að það er starfsdagur næstkomandi mánudag 24. janúar í Grunnskólanum og eru nemendur þá í fríi þann dag.