Fréttir frá skólabókasafninu

Bókagagnrýni er nýr liður á skólabókasafninu og fylgir það hlutverk  því að snúa bókahjólinu. Með hverri bók, sem skráð er á hjólið, fylgir eyðublað með stjörnugjöf. Fyrsti nemandinn sem skellti sér í sæti bókagagnrýnandans er Jódís Kristín Jónsdóttir, þar sem hún er fyrsti nemandinn sem klárar bók af hjólinu. Jódís fékk bókina "Hefndin" sem er eftir Sir Arthur Conan Doyle og ræðst þar á garðinn þar sem hann er sko alls ekki lægstur því bækur Doyle eru krefjandi ungum lestrarhestum.
 

Aðalpersóna bókarinnar er enginn annar en Sherlock Holmes og kom þessi saga fyrst út árið 1902 og hét þá "A Study in Scarlet". Nú hefur þessi klassíska saga verið aðlöguð að ungum lesendum og Jódís Kristín gefur bókinni þessa umsögn: 

Titill: Hefndin 

Höfundur: Sir Arthur Conan Doyle 

Stjörnugjöf:  🌟🌟🌟🌟🌟

Umsögn: Bókin er spennandi og skemmtileg og ég myndi alveg mæla með henni við aðra krakka. Ég vil endilega lesa hinar sögurnar um Sherlock Holmes, þegar þær koma út. 

 Jódís Kristín Jónsdóttir 4. bekk, Grundarfirði