Fuglabjörgun

Í dönskutíma í morgun urðu nemendur á unglingastigi varir við að köttur var að gera sér leik að þrastarunga utan við skólastofuna.
Með snarræði  nemenda var kötturinn flæmdur á braut og fuglinn færður til aðhlynningar.
Hann reyndist lítið eitt laskaður og ófleygur og var því ákveðið að taka hann til hvíldarinnlagnar yfir helgina á meðan hann nær sér eftir árásina.
 
Allir reyndust boðnir og búnir til að gera honum dvölina sem bærilegasta og var gerður út leiðangur til að finna orma og ber í matinn.
Til að gera allt sem fínast var sótt gamalt búr í geymslu og sumir skruppu heim til að ná í fræ og rúsínur í eftirrétt.
Hann var samt ekki alveg til í að fara í búrið sitt strax  og vildi miklu frekar leika í smá eltingaleik við nemendur.
 
Fuglinn fékk svo nafnið Þröstur Jr. (kallaður Dúddi af vinum sínum). Fleiri myndir inni á myndasafni.