Sautján nemendur fóru með rútu suður í Staðarsveit og gengu þaðan frá Bláfeldi yfir Arnardalsskarð til Grundarfjarðar – samtals um 670 metra hækkun.
Með þeim voru kennararnir Þorsteinn, Kasia og Hallfríður, og gekk hópnum mjög vel.
Veðrið var almennt gott, þó smá norðangjóla og þoka hafi verið uppi í skarðinu.
Að göngu lokinni var í boði að slaka á í heita pottinum í sundlaug Grundarfjarðar, sem nokkrir nýttu sér, á meðan aðrir kusu að hvíla sig heima eftir daginn.
Nemendur stóðu sig afar vel og komu þreyttir en ánægðir heim til byggða.
Fleiri myndir inni á myndasafni.