Góðgerðadagur unglingastigs tókst vel
Góðgerðadagur unglingastigsins heppnaðist afar vel. Nemendur bökuðu smákökur sem þeir færðu fólki til að gleðja og skapa hlýja stemningu á þessum árstíma.
Hluti nemendahópsins heimsótti dvalarheimilið þar sem þau áttu notalega samverustund með heimilifólki. Þar var meðal annars málað á piparkökur og piparkökuhús, drukkið kakó og með því, og skapaðist fallegt og hlýlegt andrúmsloft. Þar var spilað á harmonikku og munnhörpu.
Aðrir nemendur gengu í hús, buðu fram aðstoð sína og áttu jafnvel róleg og ánægjuleg samtöl við íbúa. Meðal verkefna sem nemendur sinntu voru meðal annars innkaupaferðir fyrir eldra fólk, innpökkun jólagjafa, gluggaþrif, burður á kössum og grjóti, þrif á eldhúsinnréttingu og ýmis önnur hjálparstörf.
Nemendur lýstu sjálf ánægju sinni með daginn og töluðu um hversu fallegt og gefandi þetta hefði verið. Margir nefndu að þau hefðu fengið „gott í hjartað“ eftir daginn.
Vel heppnaður dagur og stefnum við á að gera þetta að árlegri hefð.
Fleiri myndir inni á myndasíðu undir möppunni Góðgerðardagur des 2025.