Göngum í skólann - Úrslit

 
Eftir æsispennandi og jafna keppni í Göngum í skólann er loksins búið að tilkynna úrslit.
 
Í þriðja sæti var 2. bekkur, öðru sætinu náði 4.-5. bekkur og sigurvegarar keppninnar var 3. bekkur þar sem hver einasti nemandi gekk eða hjólaði í skólann nánast alltaf.
Hörð samkeppni var í efstu sætunum og munaði öllu að hver og einn einasti væri að taka þátt, því að heildarhlutfall þeirra sem gengu í skólann í efstu þrem sætunum var yfir 95%.
Þriðji bekkur var að vonum ánægður með sigurinn, enda einstaklega dugleg öll að ganga og hjóla í skólann. 
Óskum þeim innilega til hamingju.