Í vor undirbjuggu nemendur á yngsta stigi gróðurhúsið fyrir sumarið. Þau settu niður tómata, paprikur, sumarblóm og fleira sem þau voru búin að forrækta inn í stofu. Strax í byrjun skólaárs var boðið upp á afraksturinn í salatbarnum. Nemendur týndu tómata og paprikur til þess að setja í salatbarinn. Nemendur munu halda áfram vinnu sinni í gróðurhúsinu meðan veður leyfir og gera það síðan tilbúið fyrir veturinn.
Kveðja Karitas og Hallfríður