Dagur íslenskrar náttúru var haldinn 16. september og í samstarfi við Lionsfélag Grundarfjarðar, Grundarfjarðarbæ og Skógræktarfélag Eyrarsveitar voru 600 tré plöntuð á skólalóðinni í tilefni af því. Trén eiga að verða að skjólbelti sem tekur á sig vind og einnig til þess að safna meiri snjó í sleðabrekkuna.
Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt í gróðursetningunni ásamt fjölda annarra frá Skógræktarfélaginu, Lionsfélaginu og bæjarfélaginu.
Gróðursetningin gekk mjög vel og var vel tekið til hendinni. Síðan fengu allir pylsur og safa að vinnu lokinni. Fleiri myndir inni á myndasíðu.
Takk kærlega fyrir okkur og vonumst við til að þarna rísi í framtíðinni skógur sem við getum verið stolt af.