Hjólaferð 4. bekkur

Miðvikudaginn 26. maí hjólaði 4. bekkur að Kirkjufelli í náttúrufræðitíma. Ætlunin var að skoða lífríkið í fjörunni og vaða. Veðrið lék við okkur og fundu nemendur allskonar lífverur í fjörunni, t.d. hrúðurkarla, krækling, marflær, samlokur og sandorma. Nemendur nutu þess að leika sér í fjörunni og borða gott nesti.  Fleiri myndir eru inni á myndasafni.