Hrekkjavökuhurðir

Nú er hrekkjavakan búin þetta árið, krakkarnir fóru á fullt í að skreyta hurðirnar að stofunum sínum og greinilegt að listrænir hæfileikar leynast víða. Við fengum Signýju Gunnarsdóttur og Elsu Björnsdóttur til að koma og velja flottustu hurðirnar og eins og sjá má á myndunum tóku þær hlutverk sitt afar alvarlega. Hurð 3. bekkjar var fyrir valinu sem flottasta hurðin, 5. bekkur lenti í öðru sæti og 1. bekkur í því þriðja. Við þökkum dómurum kærlega fyrir hjálpina og óskum öllum krökkunum sem tóku þátt til hamingju með glæsilegar skreytingar. 
Fleiri myndir eru inni á myndasafni.