Jarðfræði

Þriðjudagsmorguninn 2. maí fóru nemendur 8. bekkjar ásamt náttúrufræðikennara sínum í vettvangsferð í Grundarbotn. 
Þar voru skoðaðar ýmsar líparítmyndanir, glópagull og holufyllingar sem mynduðust þegar þar var háhitasvæði.
Eins og í góðum náttúruleiðangri bar margt fyrir sjónir, s.s. lóur, hrossagaukar, haförn, hestar, Huldufoss og vetrarblóm í blóma.
Fleiri myndir inni á myndasíðu.