Jöklaferð

Félagsmiðstöðin Eden í Grundarfirði hefur staðið fyrir árlegri skíðaferð í Bláfjöll fyrir unglingana í bænum. Vegna Covid faraldursins hefur ekki orðið af þeirri ferð síðustu tvö ár. Ákveðið var að leita annarra leiða og stóð til að fara upp á Snæfellsjökul þann 12. apríl sl. Mikil þoka var á jöklinum þann daginn svo ekki var hægt að fara upp á jökulinn. Nemendur voru tilbúnir til ferðalags svo ákveðið var að fara í skoðunarferð í kringum jökulinn og skoða náttúruna hér í kring. Fyrsti stoppistaður var Saxhóll þar sem gengið var upp á hólinn og gígurinn skoðaður, síðan var ferðinni heitið í Djúpalónssand þar sem öttu kappi við að lyfta af aflraunasteinunum og að lokum var gengið frá Hellnum yfir að Arnarstapa, í miklum snjó. Nesti var borðið úti í náttúrunni við Djúpalónssand. Nemendur voru almennt ánægðir með ferðina. 

Þann 26. apríl gafst loks tækifæri til að fara upp á Snæfellsjökul með troðara og fara á skíði, bretti eða rassaþotu. Veðrið lék við okkur þar sem logn var á jöklinum og glampandi sólskin. Farið var þrjár ferðir upp á topp og rennt sér niður. Nemendur og kennarar voru mjög ánægðir með hvernig til tókst. Nemendur voru spurðir um upplifun sína eftir ferðina og lýstu þeir ferðinni svona: Skemmtileg ferð, áhugavert, skemmtun, geggjað gaman, æðislegt, ævintýri, æðislega gaman, hefði vilja fara fleiri ferðir. Upplifunin af ferðinni var mjög jákvæð og stefnt er að því að hafa þetta árlegan viðburð á unglingastigi. 

Inni á myndasafni er hægt að sjá margar myndir frá ferðinni.