Þann 18.desember kl 17:00 verða litlir jólatónleikar í Grundarfjarðarkirkju hjá hluta af nemendum á miðstigi.
Í smiðjuvali í vetur hafa nemendur haft kost á að velja söng- og danssmiðju og jólatónleikasmiðju. Afraksturinn verður sýndur á notalegum tónleikum rétt fyrir jólafrí.
Hluti af nemendum á miðstigi hafa einnig verið að baka smákökur í smiðjuvali til þess að selja við innganginn. Ágóði fer í bekkjarsjóði.
Það eru allir velkomnir á tónleikana og hlökkum við til að sjá ykkur!