Langtímarannsókn

Nemendur 8. bekkjar fóru á dögunum af stað í langtímarannsókn á vistheimt.
Markmiðið er að gera samanburð á mismunandi gerðum af lífrænum áburði á berangri.
Nemendur afmörkuðu tveggja fermetra svæði utan við bæinn og báru húsdýraáburð  (kúamykju, hrossatað og hænsnaskít) og kaffikorg á hvert svæði. 
Á næstu árum munu þeir svo mæla gróðurframvindu, bera saman og meta hvaða áburður gefur besta raun.
Flestir nemendanna hafa þá tilgátu að kúamykja muni hafa besta árangurinn.
Þökkum bændum og veitingasölum í Grundarfirði kærlega fyrir að skaffa okkur áburð í rannsóknina.
Fleiri myndir inni á myndasafni.