Lasertag mót

Í gærkvöldi var loksins haldið lasertag mót í skólanum en upphaflega stóð til að halda mótið á Rökkurdögum. Nemendur 7. til 10. bekkjar mættu ásamt fjölmörgum foreldrum í grunnskólann í gærkvöldi. Skólanum hafði verið breytt í lasertag leikvang og þátttakendum var skipt í 4 lið og svo hófst æsispennandi riðlakeppni og allir sýndu snilldartakta. Nemendur höfðu safnað sér fyrir kvöldinu með því að halda afar vel heppnað Rökkurkviss í október og selja grillsamlokur og heimagerðar kökur í frímínútum. Þá veitti Grundarfjarðarbær einnig styrk til kvöldsins sem var hluti af menningarhátíðinni Rökkurdögum. Þetta var frábært kvöld og skemmtileg samvera unglinga og foreldra. Þakkir til allra þeirra sem styrktu fjáröflunina þeirra með vinningum eða þátttöku.