Laugarvatn 8. og 9. bekkur

Vikuna 3. til 7. maí fóru 8. og 9. bekkur í ungmennabúðir UMFÍ við Laugarvatn.
Þar var tekið vel á móti krökkunum og dögunum eytt í námskeið, íþróttaleiki, útivist og kvöldskemmtanir.
 Ferðin var "geggjað" skemmtileg og tókust krakkarnir á við ótal áskoranir, s.s. draugagöngur, að fara á kajak, hoppa í vatnið, ganga blindandi um skóginn, dansa, koma fram og keppa í hinu og þessu ásamt krökkum frá fjórum öðrum skólum, svo ekki sé minnst á að gista í viku á "heimavistinni".
 Á Laugarvatni eignuðumst við skemmtilegar minningar og nýja vini sem munu seint gleymast. 
Fleiri myndir inni á myndasafni.