Litahlaup 2025

Grunnskóli Grundarfjarðar hélt skemmtilegt litahlaup á dögunum og tóku nemendur, starfsfólk og aðstandendur þátt með mikilli gleði og orku. Allir skemmtu sér afar vel og var hlaupið mjög vel heppnað.
Litirnir flugu á loft þegar hlauparar fóru í gegnum litastöðvarnar og var stemningin á staðnum einstök. Það var sérstaklega ánægjulegt að sjá hversu margir mættu til að hvetja hlauparana áfram við brautina og skapa þannig frábæra stemmingu.
Litahlaupsnefndin vill koma á framfæri kærum þökkum til allra sem lögðu hönd á plóg – hvort sem það var með því að standa vaktina á litastöðvum eða hvetja þátttakendur við brautina. Þessi samstaða og þátttaka gerði hlaupið að skemmtilegri og litríkri upplifun fyrir alla.
Við hlökkum til næsta litahlaups! Fleiri myndir inni á myndasíðu 2025-2026.
Litahlaupsnefndin