Litahlaupið

Litahlaupið í ár verður haldið í vikunni 27.-31. maí. En veður mun ráða því hvaða dagur verður fyrir valinu. 
Undirbúningur er í fullum í gangi og er mikil spenna að endurtaka leikinn enda tókst hlaupið ótrúlega vel í fyrra.
Verkefnið hefur hlotið styrki frá Lýðheilsusjóð, samfélagssjóð BM Vallá, Ragnari og Ásgeir og Múr og Steypu. Fyrirtækjum er velkomið að setja sig í samband við okkur ef þau vilja styrkja verkefnið.
Litahlaupið fer fram í hádeginu og er ræst frá Grunnskóla Grundarfjarðar en öllum er boðið að mæta og vera með.
Litahlaupsnefndin
Dagný Rut, Gunnar Andri, Marta og Óli Óla