Litahlaupið 2024

Starfsfólk og nemendur Grunnskóla Grundarfjarðar vilja koma á framfæri þökkum til íbúa og fyrirtækja í Grundarfirði fyrir að gera litahlaupið 2024 að glæsilegum viðburði. Ungir sem aldnir skemmtu sér saman í brakandi blíðu og logni. Skipuleggjendum telst að um 300 hafi tekið þátt í viðburðinum og er það nokkur fjölgun frá Litahlaupinu 2023. 

Litastöðvarnar voru við Fellaskjól, á Fagurhólstúni, við gatnamót Sæbóls og Sólvalla, bakvið heilsugæsluna og í þríhyrningnum. Voru þær hver annarri flottari og eiga stöðvastjórar hrós skilið fyrir flotta umgjörð sem og íbúar við brautina sem hvöttu hlaupara áfram með tónlist.
 
Viktoría Sigurðardóttir söng- og leikkona stóð fyrir upphitun á skólalóðinni áður en hlauparar voru ræstir af stað út í óvissferðina sem hlaupabrautin var.  
 
Viðburðurinn var styrktur af Lýðheilsusjóði, Samfélagssjóði BM Vallá, Múr og steypu slf, Ragnar og Ásgeir, Grundarfjarðarbær og Kaffi 59.
 
Þökkum ljósmyndurunum Tomma, Alla og Díönu kærlega fyrir frábærar myndir og þær eru inni á myndasíðunni.
 
Sjáumst í Litahlaupinu 2025.