Frækinn hópur nemenda á unglingastigi gekk yfir Lýsuskarð, frá Grundarfirði, á fimmtudag.
Gangan var hluti af vali á haustdögum og var veðurblíðan nýtt til fararinnar. Um 10 nemendur voru í valhópnum og bættust svo tveir við sem langaði að koma með.
Leiðin yfir Lýsuskarð er löng (um 14km) og liggur í yfir 600m hæð og er brött niður að sunnanverðu.
Ferðin gekk vel, stoppað reglulega í nesti eða hvíld og þau létu engan bilbug á sér finna þótt leiðin væri löng.
Eftir að niður komið var þeim boðið í sund í Lýsuhólslaug, þar sem ölkelduvatnið læknaði þreytta fætur, áður en ekið var lengri leiðina heima aftur.
Fleiri myndir inni á myndasíðu merkt "ganga Lýsuhóll".