Óbreytt til 8. desember.

Heil og sæl

Eins og fram hefur komið hefur kennsla verið skipulögð í kringum þær takmarkanir sem tóku gildi miðvikudaginn 18. nóvember. Takmörkunin gilti til 1. desember og hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að framlengja gildandi reglugerð til 9. desember í samræmi við minnisblað sóttvarnalæknis;

https://www.stjornarradid.is/library/04-Raduneytin/Heilbrigdisraduneytid/ymsar-skrar/Minnisbla%c3%b0%20s%c3%b3ttvarnal%c3%a6knis%20dags.%2029.%20n%c3%b3v.-%20r%c3%adkisstj%c3%b3rn%201.%20des.pdf

Í auglýsingunni segir í 4. gr. grunnskólum er heimilt, samkvæmt nánari ákvörðun sveitarfélaga, að halda uppi skólastarfi í skólabyggingum með 2 metra nálægðartakmörkunum milli starfsfólks.
Helstu ráðstafanir eru þessar: 
. Grímuskylda kennara vegna nálægðar(þ.e. ef ekki næst að tryggja 2 m) við nemendur gildir gagnvart nemendum í 8.-10. bekk, en ekki yngri nemendum.
. Reglur um blöndun, fjölda, grímunotkun og nálægð gildi ekki á útisvæðum leik- og grunnskóla.
. Um fjölda í íþrótta- og tómstundastarfi fari eftir leik- og grunnskólareglunum, þ.e. hámark 50/25.
. Nemendur í 1.-7. bekk eru undanþegnir 2 metra nálægðartakmörkun sem og grímuskyldu.
. Ekki skulu vera fleiri en 25 nemendur í 8.-10. bekk í hverju rými.

Grímuskylda er á göngum á milli kennslustofa.